Auglýsing

Vantar þig vinnu? Við erum (kannski) að leita að þér

Við erum komin í samstarf við framleiðslufyrirtækið SKOT um uppbyggingu á sjónvarpshluta Nútímans, eins og við tilkynntum um daginn.

Undanfarið hefur tæknilegur undirbúningur farið fram en nú þurfum við fólk: Við erum að leita að tveimur manneskjum — annars vegar sniðugum tökumanni og klippara til að hjálpa til við að búa til skemmtileg netmyndbönd og hins vegar andlitinu sem tekur viðtöl, spjallar við fólk og sigrar hjörtu landsmanna með kímnigáfu sinni og útgeislun. Engin pressa samt.

Og já, við viljum gefa ungu fólki tækifæri.

Tökumaðurinn verður ráðinn til reynslu með möguleika á fastráðningu. Viðkomandi þarf að hafa:

  • Reynslu af myndatökum og klippi — menntun ekki skilyrði
  • Kunnáttu á öll helstu klippiforrit
  • Þekking á grafíkvinnslu er kostur
  • Ólæknandi áhuga á framleiðslu á frumlegum og skemmtilegum myndböndum, vera skapandi, hugmyndaríkur og til í að fara óhefðbundnar leiðir.

Andlitið þarf að vera meira en bara andlit. Viðkomandi verður verktaki sem hleypur í tilfallandi verkefni. Starfið gæti því hentað nemum eða öðrum sem eru ekki í dagvinnu.

Æskilegt er að viðkomandi hafi:

  • Brennandi áhuga á fjölmiðlum og internetinu
  • Húmor og hæfni í að tala við fjölbreytt fólk og taka allskonar viðtöl
  • Vilja og getu til að hlaupa í verkefni með stuttum fyrirvara
  • Góð tök á tungumálinu og líða vel fyrir framan myndavél

Þau sem hafa áhuga geta sent inn helstu upplýsingar um sig ásamt myndbroti á netfangið nutiminn@nutiminn.is. Umsóknarfrestur er til 2. október.

Tökumenn senda inn myndband með helstu afrekum og/eða því sem viðkomandi hefur unnið. Andlitin senda inn stutta kynningu í formi myndbands, viðtal við einhvern eða í raun hvað sem er. Umsóknir eru trúnaðarmál og engin sér myndböndin nema við (nema ef þau eru svo skemmtileg að við viljum birta þau og þið gefið grænt ljós á það).

Við erum að leita að skapandi fólki og internetið er takmarkalaust. Komið okkur á óvart.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing