Auglýsing

Viltu í alvörunni ekki að óskir barnanna rætist? Erum við eitthvað að ruglast?

Ég vil að við hættum einu. Hættum að kenna börnunum okkar að þau eigi að óska sér í hljóði. Til dæmis rétt áður en blásið er á afmæliskertin. Manni var sagt að segja ekki óskir sínar upphátt því þá rættust þær ekki. Þvílíkt endemis bull og andsetið kjaftæði! Hvernig á til dæmis fimm ára barn að láta ósk sína rætast án þess að fá til þess einhvern liðsauka? Þetta er ekki vænlegt til árangurs – það sér hver heilvita maður. Það er miklu líklegra að óskir barna, og allra annarra, rætist ef fleiri vita af þeim. Döh.

Það var einhver meinfýsinn mannhatari sem fattaði upp á þessu trixi – einhver sem ekki vildi að draumar barna rættust. Svo hættum’essu bara. Það er búið að skrifa milljón og tvær sjálfshjálparbækur um þessi mál og niðurstaðan er nær alltaf að allt snúist um attitjúdið. Ef þú ætlar að láta óskir þínar og drauma rætast, þá þarftu að geta fært þær og þá í orð og sagt vilja þinn upphátt. Það á líka við um fimm ára.

Svo hér til gamans er óborganlegt myndband af stelpu með rétta viðhorfið. Það verður eitthvað úr henni þessari.

 Lækaðu okkur á Facebook, þá missir þú ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing