Vorboðinn ljúfi
verður með endurkomu í ár eftir blússandi velheppnað partý í maí á síðasta ári
í Gamla Bíó. Í ár verða
herlegheitin haldin á
Prikinu þann 21. maí þar sem öll rými verða fyllt plötusnúðum frá
kvöldi til morguns. Útvarpsþátturinn
Tetriz undir stjórn Benna B-Ruff
verður í broddi fylkingar en einnig verða plötusnúðahóparnir Plútó
(Ewok, Skeng, Hlýnun Jarðar, Kocoon, Tandri, Skurður, Julia, Nærvera, Ozy, Maggi B) og BLOKK (Viktor Birgiss, FKNHNDSM, Áskell, Intr0beatz, Jónbjörn, Jón Reginbald og Ómar E.) á
sínum stað. Kempurnar
Jay-O og Logi Pedro munu ekki láta sitt
eftir liggja og taka þéttar syrpur. Á efri og neðri hæð Priksins verða Ofur
kerfi til að tryggja sem þéttast tónaflóð. Fyrri part kvölds eða frá kl. 20:30 verða plötusnúðar
á vegum BLOKK með tónlist í porti Priksins en partýið verður svo fært inn þegar líða tekur á kvöldið.
100 gjafamiðar verða á Corona og framfyrir röð.
Smelltu hér til að skoða Facebook viðburðinn.
Hér er stutt myndband frá Lóu 2015: