Í kjallarahúsnæði á Hverfisgötu skaut nýlega upp kollinum eins konar götubúð eða „street shop“. Slíkar búðir eru mjög áberandi í stórborgum eins og til að mynda Kaupmannahöfn. Heiti búðarinnar, Musteri Agans, ber óneitanlega keim af því að vera einhvers konar vaxtarræktarbúð eða heilsuvöruverslun. Því fer þó fjarri þar sem búðin býður upp á ýmis konar götufatnað tengdum hjólabrettum; húfur, slaufur, töskur, „spray“ brúsar, hjólabretti, úr, drone-a og margt fleira. Vinsældir frisbí-golfsins hafa aukist gríðarlega síðustu ár og er því fagnaðarefni að búðin selji einnig diska til slíkrar iðkunar.
Hvar: Hverfisgata 43
Nánar: www.musteriagans.is