Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru rúmlega 234 þúsund í nýliðnum júlí samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta júlímánuðinn frá því mælingar hófust.
Brottfarir í júlí voru 84% af því sem þær voru í júnímánuði 2018 þegar mest var og um jukust um 1,3% af því sem þær voru í júlímánuði 2019. Rúmlega þriðjungur brottfara var tilkominn vegna Bandaríkjamanna. Brottfarir Íslendinga voru um 65 þúsund sem er álíka og undanfarna tvo mánuði ársins.
Flestar brottfarir í júlí voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna, um 79 þúsund talsins eða 34,6% af heild. Bandaríkjamenn hafa verið fjölmennasta þjóðernið í júlímánuði síðan 2013 og eru brottfarir þeirra álíka margar og árið 2017. Flestar brottfarir Bandaríkjamanna í júlí voru árið 2018, um 103 þús. talsins.
Bottfarir Þjóðverja voru í öðru sæti, um 17 þúsund talsins eða 7,3% af heild. Þjóðverjar hafa lengst af verið næstfjölmennasta þjóðernið í júlímánuði
Brottfarir Dana voru í þriðja sæti í júní (5,6% af heild) og brottfarir Frakkar í því fjórða (5,4% af heild). Þar á eftir fylgdu Bretar (5,1%), Pólverjar (5%), Ítalir (3,6%), Kanadamenn (3,5%), Spánverjar (3%) og Hollendingar (2,6%). 10 stærstu þjóðernin í júní voru 75% af heild.
Brottfarir erlendra farþega frá áramótum
Frá áramótum hafa rúmlega 870 þúsund erlendir farþegar farið frá Íslandi en á sama tíma í fyrra voru brottfarir þeirra tæplega 185 þúsund talsins. Enn er nokkuð langt í land að ná þeim fjölda brottfara sem var fyrir kórónaveirufaraldurinn en brottfarir voru um 1,3 milljón talsins þegar mest var á tímabilinu janúar til júlí 2018, um 436 þúsund fleiri en í ár.
Brottfarir Íslendinga
Brottfarir Íslendinga voru tæplega 65 þúsund talsins í júlí og hafa brottfarir þeirra mælst einu sinni áður fleiri í júlí en það var árið 2018 en þá voru þær um þúsund fleiri en í ár. Frá áramótum hafa brottfarir Íslendinga mælst um 332 þúsund eða 85% af því sem þær mældust á sama tímabili 2018.
Nánari sundurgreinigu má finna á vef Ferðamálastofu