Auglýsing

9 óvæntar staðreyndir um Biggie Smalls

Lagið Second Round K.O. eftir rapparann Canibus er almennt talið eitt beittasta disslag í sögu rapps en í laginu gagnrýnir lagahöfundur goðsögnina LL Cool J og þá á sérstaklega miskunnarlausan máta. Ein eftirminnilegasta lína lagsins er svohljóðandi:

That shit was the worst rhyme I ever heard in my life /
‘Cause the greatest rapper of all time died on March 9th /

Í ofangreindri rímu lýsir Canibus því yfir að besti rappari allra tíma hafi sálast 9. mars – og ýjar þar með að því að LL Cool J sé langt frá því að vera í sama gæðaflokki. Línan vísar vitaskuld í rapparann Biggie Smalls sem lést langt fyrir aldur fram þann 9. mars 1997, aðeins 24 ára gamall.

Í tilefni þess að plötusnúðurinn Benni B-Ruff ætlar að heiðra minningu rapparans sáluga í útvarpsþættinum Tetriz í hádeginu (á X-inu 977) tók SKE saman 9 staðreyndir um Biggie Smalls, sem hét réttu nafni Christopher Wallace og var fæddur árið 1972.

1. Biggie Smalls var ekki hinn upprunalegi Biggie Smalls

Listamannsnafnið Biggie Smalls fékk Wallace lánað frá bíómyndinni Let’s Do It Again sem kom út árið 1975 þar sem leikarinn Calvin Lockhart fer með hlutverk karakters að nafni Biggie Smalls. Myndin skartar einnig nafntoguðum leikurum á borð við Sidney Poitier, Bill Cosby (sem síðan þá hefur fallið í ónáð) og Jimmie Walker. Ástæðan fyrir því að Biggie tók síðar upp nafnið The Notorious B.I.G. á rætur að rekja til meint höfundarréttarbrots tengt myndinni Let’s Do It Again. Í byrjun ferilsins gekk hann hins vegar undir nafninu MC Quest (móðir hans kallaði hann Chrissy-Pooh þegar hann var yngri).

2. Fyrsta Rolex-úrið sitt fékk Biggie gefins frá rapparanum Tupac

Áður en Tupac og Biggie urðu erkióvinir voru þeir mestu mátar. Sagan segir að Biggie hafi þegið Rolex-úr frá Tupac snemma á ferlinum og að Tupac hafi verið einskonar lærifaðir Biggie þegar sá síðarnefndi steig sín fyrstu skref í bransanum. Síðar tók Tupac upp lagið Hit ‘Em Up þar sem hann fer ekki fögrum orðum um þennan fyrrum vin sinn.

3. Biggie Smalls og Michael Jackson gerðu lag saman

Michael Jackson starfaði ekki með mörgum röppurum í gegnum ævina – en leitaði þó til Biggie Smalls í laginu This Time Around. Lagið er að finna á níundu hljóðversplötu Jackson, HIStory: Past, Present and Future, Book 1. Eru margir á þeirri skoðun að lagið sé ekki metið að verðleikum. 

4. Biggie Smalls gerði lag með Shaquille O’Neal

„Fyrsta skiptið sem ég heyrði Biggie Smalls rappa þá sagði hann nafnið mitt,“ sagði körfuboltamaðurinn Shaquille O’Neal í viðtali við ESPN árið 2011: „Hann rappaði I’m slamming brothers like Shaquille / shit is real / og ég varð aðdáandi um leið.“ Síðar gerðu þeir Biggie og Shaq lagið Can’t Stop the Reign samanMá þess einnig geta að sama kvöld og Biggie var skotinn til bana hugðist hann sækja samkvæmi með vini sínum Shaq í Los Angeles. 

5. Barnið sem situr framan á plötuumslaginu fræga „Ready To Die“ er ekki Biggie Smalls

Ljósmyndin er af manni að nafni Keithroy Yearwood en sá á að hafa fengið greitt rýra 150 dollara fyrir að sitja fyrir ljósmynd sem síðar varð að einu frægasta plötuumslagi í sögu rapps. Yearwood kemst þar með á blað með öðrum frægum plötuumslagsbörnum líkt og Spencer Elden (sem er í bólakafi á plötunni Nevermind eftir Nirvana) og Heather DeLoach (sem er í býflugnabúning framan á plötunni Blind Melon eftir hljómsveitina Blind Melon).

6. Biggie átti ekki að vera í Los Angeles kvöldið sem hann dó

Þann 9. mars 1997 átti Biggie bókað flug til Lundúna en ákvað þess í stað að sækja teiti í Los Angeles til þess að fagna því að hann hafi lokið upptökur á plötunni Life After Death. Sama morgunn fékk Diddy (Puff Daddy) símtal frá vini sínum Biggie þar sem hinn síðarnefndi tjáði honum að hann ætlaði ekki að fljúga til Lundúna: „Símtalið spilast aftur og aftur í huga mér; ef aðeins hann hefði farið um borð vélarinnar.“ 

7. Síðasta lagið sem Biggie tók upp var „Victory“

Erindið sem Biggie rappar á laginu Victory var tekið upp 8. mars 1997, degi áður en Biggie dó. Geymir Victory þar með síðasta erindið sem Biggie tók upp á meðan hann lifði. Lagið er að finna á plötunni No Way Out sem Puff Daddy gaf út 1. júlí 1997. Busta Rhymes sér um viðlagið.

8. Biggie var afburðarnemandi í grunnskóla en varð síðar ódæll 

Í inngangi lagsins Juicy, sem er almennt talið sígilt, segir Biggie: Þessi plata er tileinkuð öllum kennurunum sem sögðu mér að það myndi ekkert rætast úr mér. Línan vísar í kennara Biggie sem sagði honum að hann yrði líklega ruslakarl í framtíðinni. Móður Biggie minnist þess að Biggie hafi rannsakað málið nánar og komist að því að mánaðarlaun ruslakarla væru hærri en laun kennara og hafi sagt við kennarann degi síðar: Í gær sagðirðu að sumir okkar yrðu eflaust ruslakarlar vegna þess að við erum svo lélegir nemendur en það þýðir að við eigum eftir að þéna meiri pening en þú, svo að það er bara fínt.

9. Biggie Smalls gekk með staf síðustu vikur lífs síns

Biggie Smalls gekk með staf síðustu vikur lífs síns eftir að hafa lent í bílslysi. Málsvextir voru þannig að Lil’ Cease og Biggie voru stöðvaðir á rúntinum eitt kvöldið í Brooklyn og handteknir fyrir það að hafa gras í fórum sínum. Sátu þeir félagar inni í stutta stund en þegar þeir fengu bílinn til baka fór vélinn ekki í gang. Fengu þeir lánsbíl hjá Lexus (sem var í raun lítill sendiferðabíl) en bremsurnar virkuðu illa. Voru þeir aðeins búnir að keyra í u.þ.b. fimm mínútur þegar þeir klesstu bílinn og Biggie fótbrotnaði. Síðar gerði Biggie grín að vini sínum Lil’ Cease sem var fyrir aftan stýrið:

Ya still tickle me /
I used to be as strong as Ripple be / 
Til Lil’ Cease crippled me / 
Now I play hard, like my girl’s nipples be /

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing