Auglýsing

A$AP Ferg gefur út myndband við East Coast

Rapparinn A$AP Ferg gaf út lagið East Coast í byrjun apríl en um er að ræða einskonar óður til austurstrandarinnar. Lagið skartar rapparanum Remy Ma og verður að finna á plötunni Still Strivin sem er væntanleg í ár. 

Í gær (1. maí) rataði svo myndband við lagið á Youtube (sjá hér fyrir ofan) en í myndbandinu getur að líta meðlimi ASAP Mob hópsins, þar á meðal A$AP Rocky, ásamt rapparann French Montana. Myndbandið leikstýrði Sage English. 

Í viðtali við Hip-Hop DX í apríl útskýrði A$AP Ferg hugmyndina á bakvið lagið: 

„Ég reyni alltaf að koma New York og Harlem á framfæri. Flest öll myndböndin sem ég hef gefið út eru tekin í Harlem … Ég ólst upp á stað sem ég elska svo heitt … ég á það til að sjá fegurðina á hverju götuhorni; ef ég sé blóm spretta upp úr sprungu í malbikinu þá hugsa ég: ,Oh, skjótum þarna. Gerum þetta.’“

– A$AP Ferg

Síðast gaf A$AP Ferg út plötuna Always Strive and Prosper í fyrra. Remy Ma
hefur einnig baðað sig í sviðsljósinu undanfarið en hún gaf út plötuna Plata O
Plomo 
snemma á árinu með Fat Joe ásamt því að hafa átt í opinberum
illdeilum við kollega sinn Nicki Minaj. 

Hér fyrir neðan má einnig sjá myndband frá tökum East Coast. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing