Auglýsing

Allt í góðu hjá Skyzoo og Pete Rock—nýtt lag: „It's All Good“

Næstkomandi 20. september—á tvöhundruð sextugasta og þriðja degi ársins—ætlar bandaríski rapparinn Skyzoo og samlandi hans, taktsmiðurinn Pete Rock, að gefa út plötuna Retropolitan. Platan mun geyma 12 lög, þar á meðal lagið It's All Good (Þetta er, allt saman, í fínasta lagi, á íslensku) sem þeir félagar gáfu út í gær (sjá hér að ofan). Eins og einhver aðdáandi Skyzoo sagði í athugasemdakerfi Youtube: „ekta Hip Hop hér á ferð,“ hvað sem það nú þýðir.

Nánar: http://thesource.com/2019/08/13/skyzoo-and-pete-rock-set-to-release-retropolitan-album/

Þess má einnig geta að Styles P, Benny the Butcher, Conway the Machine, Westside Gunn og Elzhi munu allir koma við sögu á plötunni.

Í samtali við tímaritið The Source í dag lét Skyzoo eftirfarandi orð falla um Retropolitan:

„Það var brýnasta nauðsyn sem var kveikjan að plötunni. Platan er hugsuð sem ástarbréf til New York borgar, en einnig sem tilraun til þess að vekja borgarbúa til vitundar; á tímum þar sem skrum gagnsýrir veruleikann, þar sem FOMO hefur velt heilindum úr sessi, og þar sem miðstéttarvæðingin hefur bolað hefðinni burt, þá öskrar platan á borgarbúa og biður þá að vakna til lífsins. Á sama tíma þökkum við Pete borginni fyrir allt það sem hún hefur gert fyrir okkur.“

– Skyzoo

Hér er svo lagið The Definitive Prayer þar sem Skyzoo rappar yfir Holy Thursday eftir David Axelrod.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing