Í dag er 19. ágúst 2016.
Það eru 134 dagar eftir á árinu.
Á þessum degi árið 1883 fæddist franski tískufrömuðurinn Coco Chanel en hún lét eftirfarandi orð falla:
„Eina leiðin til þess að vera ómissandi, er að vera öðruvísi.“
– Coco Chanel
Það er nóg um að vera í menningarlífinu í dag:
1. Opnun ljósmyndasýningarinnar Eiðurinn eftir Lilju Jónsdóttur á KEX Hostel:
„Í tilefni af frumsýningu kvikmyndarinnar ‘Eiðurinn’ 9. September nk. mun ég halda sýningu á ljósmyndum mínum sem teknar eru við gerð myndarinnar í Gym og tonic salnum á KEX. Sýningin mun standa út þriðjudaginn 23. Ágúst. Það mundi gleðja mig mjög ef þú sæir þér fært að líta við.“
https://www.facebook.com/events/570022286519400/
Hvar: KEX Hostel (Skúlagata 28, 101 Reykjavík)
Hvenær: 17:00-19:00
Aðgangur: Ókeypis
2. Stebbi Jak og Andri Ívars flytja föstudagslögin.
„Félagarnir úr föstudagslagadúettinum þeir Stebbi Jak, stórsöngvari og Andri Ívars, gítarleikar og uppistandari, flytja öll bestu lög í heimi í tilþrifamilkum „acoustic“ útsetningum: þungarokk, poppmúsík, hugljúfar ballöður og allt þar á milli.“
https://www.facebook.com/events/106736656439376/
Hvar: Café Rosenberg (Klapparstígur 25-27, 101 Reykjavík)
Hvenær: 22.00
Aðgangur: 2.500 ISK (posi á staðnum)
3. Útgáfutónleikar CeaseTone (Two Strangers) í Tjarnarbíó.
„Ein af okkar mest upprenandi ungu hljómsveitum í dag er án vafa „indie-electro“ hljómsveitin CeaseTone sem gripið hefur athygli tónlistarunnenda hér heima og utar fyrir gríðarlega ríkan og dýnamískan hljóðheim þar sem farið er víða og andstæðum hins akústíska og elektróníska er blandað saman í nýja heild. Hljómsveitin sendi nýverið frá sér sína fyrstu breiðskífu „Two Strangers“ sem hefur fengið einróma lof gagnrýnenda nær og fjær. CeaseTone ætlar að tjalda öllu til á þessum útgáfutónleikum sínum og flytja nýjustu plötu sína í heild sinni í Tjarnarbíó ásamt hinum ýmsu hljóðfæraleikurum til að skapa þann stóra hljóðheim sem býr yfir Two Strangers.“
https://www.facebook.com/events/1583344461964981/
Hvar: Tjarnarbíó (Tjarnargata 12, 101 ReykjavíK)
Hvenær: 19:00 (CeaseTone byrjar kl. 21:00)
Aðgangur: 2.900 ISK (Miðasala: https://www.enter.is/order/
4. EZEO á Paloma.
„Jæja, gott fólk. Ég er að flytja til Berlínar í byrjun September og ætla að halda dansveislu á efri hæð Paloma sem heitir Manna Stann, föstudaginn 19. ágúst. Þeir sem vita ekki hvaða manna stann stendur fyrir, það er í fína lagi, það veit það reyndar enginn. Þetta er allt í tilfinningunni sjáðu til. Allir eru velkomnir í þennan þétta hústakt sem verður á boðstólnum. Fyrri part kvöldsins verður fjöldinn allur af DJ’s sem munu spila fingrum fram með mér og svo enda ég kvöldið. Meira um það á næstu dögum. Ezeo (Http://soundcloud.com/
https://www.facebook.com/events/313841895627625/
Hvar: Paloma (Naustin 1-3, 101 Reykjavík)
Hvenær: 22:00-04:30
Aðgangur: Ókeypis
5. Verslunin Skyrta fagnar opnun nýrrar búðar í Turninum.
„Föstudaginn 19. Ágúst kl 16:00 munum við formlega opna nýja verslun okkar í Turninum. Á boðstólum verður Íslensk hönnun fyrir bæði dömur og herra, léttar veitingar, gómsætir kokteilar og lengdur opnunartími. Við hlökkum gríðarlega mikið til þess að sjá þig! Viltu vita meira? Kíktu við á bloggið okkar: https://goo.gl/B6kAix“
https://www.facebook.com/events/577899862389729/
Hvar: Turninum (Smáratorg 3, 2. hæð, 201 Kópavogur)
Hvenær: 16:00
Aðgangur: Ókeypis
6. Kvöldvaka Sumarbúðanna.
„Föstudaginn 19. ágúst verður haldin Kvöldvaka Sumarbúðanna á Holtavegi 28, þjónustumiðstöð KFUM og KFUK. Þetta er sett upp sem skemmtileg fjölskyldudagskrá í anda sumarbúðanna og kostar ekkert að koma. Hátíðin byrjar kl. 19:00 með sölu á grillmat, opið verður í hoppukastala og skemmtilegir leikir í boði. Klukkan 20:00 hefst sjálf kvöldvakan, en á henni er blönduð dagskrá með samansafni af bestu atriðum og leikritum úr öllum sumarbúðunum. Hljómsveitin Sálmari sér um að spila vinsælustu sumarbúðalögin.
Allir velkomnir.“
https://www.facebook.com/events/1201107706600471/
Hvar: KFUM og KFUK á Íslandi (Holtavegur 28, 104, Reykjavík)
Hvenær: 19:00-21:30
Aðgangur: Ókeypis
7. 101 Austurland (Útgáfuhóf)
„Útkomu fjallaleiðsögubókarinnar 101 Austurland – Tindar og toppar verður fagna í Eymundsson Austurstræti föstudaginn 19. ágúst kl. 17.00. Höfundurinn, hann Skúli Júlíusson, kynnir bókina og áritar. Léttar veitingar í boði.“
https://www.facebook.com/events/1737225869866981/
Hvar: Pennin Eymundsson (Austurstræti 18, 101 Reykjavík)
Hvenær: 17:00
Aðgangur: Ókeypis
8. 10 Things I Hate About You í Bíó Paradís
„10 Things I Hate About you er ein rómaðasta unglingagamanmynd allra tíma. Söguþráðurinn er tekin upp úr leikriti Shakespear´s Skassið Tamið. Íðilfögur og vinsæl táningsstúlka getur ekki farið á stefnumót fyrr en að geðvond systir hennar fer út á stefnumót.
https://www.facebook.com/events/292683517759814/
Hvar: Bíó Paradís (Hverfisgata 54, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:00
Aðgangur: 1.600 ISK
9. Opinn Tangó tími með Helen la Vikinga í Kramhúsinu
„Föstudaginn 19. ágúst n.k. verður Helen La Vikinga með opinn tíma í Kramhúsinu milli kl. 20.30 og 22.00. Allir eru velkomnir, pör og einstaklingar. Að tímanum loknum verður dansað til miðnættis eins og venjulega. Hefðbundin föstudagspraktíka fellur niður þetta kvöld.“
https://www.facebook.com/events/333934803610237/
Hvar: Kramhúsið (Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík)
Hvenær: 20:30
Aðgangur: Ókeypis
10. Hlynur Ben á Íslenska Barnum
„Gætum við fengið að heyra eitthvað Íslenskt? Svarið er:“JÁ!“ Því á Íslenska barnum er aðeins spiluð íslensk tónlist! Ég mæti föstudaginn 19.ágúst í brjáluðu stuði. Kíktu við í ekta partýstemningu! Allt skemmtilega fólkið verður á staðnum, ef þú kemur líka 😉
https://www.facebook.com/events/525205241005203/
Hvar: Íslenski Barinn (Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík)
Hvenær: 22:00
Aðgangur: Ókeypis
11. Opnun sýningarinnar Töluvert eftir Þórunni Elísabet
„Spítur – Spottar – Garn – Tölur – Tvinni – Naglar – Blúndur – Gler – Efnisbútar – Net. Gleði – Ást – Virðing.“
https://www.facebook.com/events/1708152846112134/
Hvar: Listamenn Gallerí (Skúlagata 32, 101 Reykjavík)
Hvenær: 17:00-19:00
Aðgangur: Ókeypis
12. Power Metal á Bar 11
„GLORYRIDE og AESCULUS blása til tónleika með skömmum fyrirvara! Þessir tónleikar eru GRÍÐARLEG veisla fyrir unnendur hetjumetals, enda hefur þessi stórhátíð upp á að bjóða hvert einasta power metal band landsins! Vert er að taka fram að þetta eru seinustu tónleikar GLORYRIDE í bili, þar sem gítarleikari GLORYRIDE er að flytja erlendis í nám! Ekki missa af þessu!
https://www.facebook.com/events/1008948085871070/
Hvar: Bar 11 (Hverfisgata 18, 101 Reykjavík)
Hvenær: 22:00
Aðgangur: Ókeypis
13. Eric Clapton „tribute“ tónleikar í Græna herberginu
„Rafmagnaðir tónleikar sem enginn blues eða rock áhugamaður ætti að láta fram hjá sér fara.Rennt í gegnum allt það besta sem Clapton sendi frá sér gegnum árin, sóló ferillinn, Cream árin og.fl Before you accuse me – Layla – Cocain – Crossroads – I shot the Sherriff – White Room – Sunshine of your love – Wonderfull tonight, Bell bottom blues og margt fl.
Bandið skipa.
Söngur – Rúnar Eff
Gítar – Hallgrímur Jónas Ómarsson
Gítar – Reynir Snær Magnusson
Bassi – Stefán Gunnarsson
Trommur – Valgarður Óli Ómarsson
https://www.facebook.com/events/553281158193086/
Hvar: Græna herbergið (Lækjargata 6, 101 Reykjavík)
Hvenær: 22:00-00:00
Aðangur: 2.000 ISK
Gleðilegan föstudag!
Hér er lagið Summer Friends með Chance the Rapper