Auglýsing

Allt um Pokémon Go!

Pokémon Go er á allra vörum þessa dagana. SKE tók saman nokkra punkta svo að lesendur dansi nú örugglega í takt við tímann:

* Í farsímaleiknum Pokémon Go mætast raunheimur og söguheimur Pokémon.

* Í leiknum ráfa notendur um raunheiminn í leit að Pokémon skrímslum. Blaðamaður Vísis orðaði þetta ágætlega:

„Pokémon Go blandar saman söguheimi Pokémon og raunheimi með hjálp GPS-staðsetningartækni. Spilarar þurfa oft að ganga langar vegalengdir til að finna skrímslin. Ólíka Pokémona fá finna áólíkum (sic) stöðum sem taka mið af aðstæðum Í raunheiminum. Þannig eru til dæmis Vatna-Pokémonar í grennd við Rauðavatn. Einnig hafa borist fregnir af torkennilegu skrímsli á Vatnajökli.“

https://www.visir.is/stytta-einars-benediktssonar-t…

* Leikurinn er dæmi um gagnaukinn raunveruleika (augmented reality) en blaðamaður New Yorker segir að Pokémon Go muni gera það að verkum að notendur þrái þessa tækni í auknu mæli.

https://www.newyorker.com/tech/elements/pokemon-go-…

* Smáforritið kom út í byrjun júlí í Bandaríkjunum og er þegar orðið eitt vinsælasta smáforritið í Android og iPhone (vinsælla en Tinder).

* Hlutabréf Nintendo (framleiðanda leiksins) hafa hækkað um 25% á tæpri viku frá því að leikurinn kom út.

* Margir hafa áhyggjur af því að Pokémon Go stofni líf notenda í hættu, en þegar hefur verið eitthvað um minniháttar meiðsli hjá leikmönnum (í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá fréttakonu ganga óvart inn í beina útsendingu við spilun leiksins).

* Lögreglustöðvar víðsvegar í Bandaríkjunum hafa þegar sent út nokkrar tilkynningar þar sem notendur eru varaðir við hættum leiksins.

https://www.usatoday.com/story/tech/gaming/2016/07/…

* Helfararsafn Bandaríkjanna hefur beðið notendur um að sýna virðingu og halda sig fjarri safninu:

https://www.google.is/#q=pokemon+go&tbm=nws&tbs=qd…

* Ekki eru allir ánægðir með leikinn, en mikið er um það að notendur leiksins ráfi inn á vinnustaði fólks í leit að Pokémon skrímslum (í myndbandinu hér fyrir neðan tjáir ein ósátt sig um málið).

* Magnús Valur Hermannsson er sjálftitlaður Pokémon meistari Íslands:

* Margir muna eflaust eftir fyrirbrigðinu Pokémon frá tíunda áratugnum, en leikurinn var gífurlega vinsæll á Game Boy leikjatölvunni.

* Þetta segja Íslendingar á Twitter:

Ok var að komast að því hvað þetta Pokémon er og ég er í sjokki.

– @Pjesikk24

PSA: Það virðast ekki vera neinir Pokemonar á Ægissíðu.

– @RexBannon

Vildi að Tinder og Pokemon Go myndu fara í samstarf þannig ég gæti farið út að fanga mér maka

– @einarthorvaldss

Ooooog síminn dó þar sem leikurinn þambar batterí.

– @atli_vidar

pokemon vape
fleek
ven. Vinsælustu orð íslenskrar tungu.

– @halli

* Vonandi að leikurinn hafi heilsubætandi áhrif á notendur (menn virðast allavega vera hreyfa sig meira þökk sé leiknum)

* Farið varlega elsku fólk: „Don’t get caught with your pants down.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing