Bandaríski söngvarinn Aloe Blacc sendi frá sér lagið Broke í gær. Lagið fjallar um ójöfnuð og óréttlæti í Bandaríkjunum og er myndband lagsins framleitt í samstarfi við fréttaveituna AJ+. Texti lagsins þykir ansi beittur:
“To get to heaven gotta raise a bit of hell / Raise the bar, get my brothers out of jail / Raise the minimum wage and let my sisters live well / Being rich don’t make you rich / Get your head right.”
– Aloe Blacc
Í myndbandinu er ýmsum staðreyndum um bandarískt samfélag varpað fram meðal annars að flestir fangar heims dúsa í bandarískum fangelsum og að einn af hverjum sjö Bandaríkjamönnum búa við fátækt.
Aloe Blacc er hvað þekktastur fyrir lagið I Need A Dollar sem kom út árið 2010.