Löngum hafa frægir harmað frægðina
Í gær (4. október) gaf bandaríski tónlistarmaðurinn Anderson .Paak út lagið TINTS og þá í samstarfi við rapparann Kendrick Lamar.
Lagið—sem verður að finna á plötunni Oxnard sem Anderson .Paak hyggst gefa út í haust—fjallar um þrá listamannanna tveggja til þess að koma sér undan byrði frægðarinnar og hverfa sjónum aðdáanda stundarkorn:
Bitch, I’m Kendrick Lamar /
Respect me from afar /
Lagið hefur almennt fengið fínar viðtökur en fær þó miður góða dóma á vefmiðlinum Pitchfork, þar sem blaðamaðurinn Alphonse Pierre gefur það í skyn að það sé einhver fyrirtækisfnykur af laginu:
„Sú áhyggjulausa, gáskafulla orka sem ljómar af söngvurunm er þvinguð, stíf og alls ekki eins skemmtileg og hún á að vera. Mér líður svolítið eins og ég sé að ota gaffli í sænskar kjötbollur í IKEA—er ég velti því fyrir mér hvers vegna ég kemst ekki undan öðrum miðlungs slagara frá Anderson .Paak.“
Nánar: https://pitchfork.com/reviews/…