Fréttir
Síðastliðinn 27. júlí gaf kanadíska söngkonan Jessie Reyez út myndband við lagið Apple Juice (sjá hér að ofan). Myndbandinu leikstýrði Philip Harris og var það skotið í suður-Frakklandi. Taktinn smíðaði Fred Ball.
Í samtali við tímaritið Fader lýsti sagði Reyez að nafn lagsins ætti rætur að rekja til misskilnings:
„Ég var að spila í Montreal fyrir u.þ.b. 300.000 manns—en ég hef sjaldan komið fram á stærri tónleikum. Ég sagði áhorfendum að ég ætlaði að flytja nokkur óútgefin lög sem ég hefði ekki flutt áður á sviði. Í kjölfarið geng ég þvert yfir sviðið með plastglas stútfullt af viskí og sagði: ,Já, sko þetta er bara epladjús!’ Svo lagði ég glasið frá mér og byrjaði lagið. Næsta dag sá ég grein á netinu þar sem blaðamaður ritaði ,svo flutti Jessie Reyez rosa flott lag sem bar titilinn Apple Juice.’ Mér fannst þetta skemmtilegt og ákvað að spyrja fylgjendur mína á Instagram hvort að ég ætti að nefna lagið Apple Juice eða Gotta Love. Flestir voru hrifnari af hinu fyrrnefnda.“
– Jessie Reyez
Nánar: https://www.thefader.com/2018/0…
Síðast gaf Reyez út plötuna Kiddo árið 2017 (sjá hér að neðan).