Tónlistarstreymisveitan Apple Music er loksins lent á eyjunni okkar. Þetta ætti að vera ágætis viðbót í flóru streymisveitna sem aðgengilegar eru íslendingum og mögulega gæti þetta haft góð áhrif á tónlistarbransann hér á landi. Það á eftir að koma í ljós.
Logi Pedro fagnar þessum áfanga.
Kæru vinir. Apple Music er komið til landsins, frítt í 6 mánuði. Frábærar fréttir fyrir íslenska tónlist. HÚRRA!
— Logi Pedro (@logipedro101) April 21, 2020
Egill Ástráðsson, umbi og bransakall, útskýrir hvernig veitan gæti haft stór áhrif á íslenskan markað.
Fyrir mér er aðallega spennandi að sjá áhrifin af því þegar Spotify Top 50 verður ekki lengur eini marktæki mælikvarðinn á vinsældir. Við heyrum þá vonandi minna af tónlist sem er gerð til þess eins að ná árangri þar. Og margt annað í svipuðum dúr.
— Egill Ástráðsson (@egillastradsson) April 21, 2020