The New Yorker birti í dag myndband á heimasíðu sinni þar sem helstu „viral“ dansar síðasta áratugs eru teknir saman í skemmtilegu myndbandi.
Í greininni segir að samfélagsmiðlar hafi gert það að verkum að skondnir dansar sem vinir stíga í gríni, og festa síðan á filmu, geta orðið frægir á svipstundu og jafnvel ratað inn á sjónvarpsstöðvar eða í pólitísk ræðuhöld (meira að segja Hillary Clinton hefur stigið „The Dab“ dansinn).
Hér fyrir neðan er myndbandið ásamt lista af helstu „viral“ dönsum síðasta áratugs, samkvæmt the New Yorker.
2006: Chicken Noodle Soup / Walk It Out
2007: Crank That
2009: The Stanky Legg
2010: The Dougie
2014: The Shmoney Dance
2014: Milly Rock
2015: Whip / Nae Nae
2015: The Dab
2015: The Quan
Myndbandinu skartar Chrybaby Cozie, Swagga, Chapkidz, ODC/Dance, Dragon House ásamt dönsurum frá the Ron Clark Academy.