Auglýsing

Aron Can og aðrir listamenn sem ætla „Aldrei heim“

Í gær (15. febrúar) gaf Aron Can út nýtt lag (sjá hér fyrir ofan). Lagið ber titilinn Aldrei heim og fjallar um akkúrat það: að ætla aldrei heim. 

Ekki minnast á mig /
Ekki fara, það er gott hérna /
Ég ætla aldrei heim /
Aldrei heim /

Syngur Aron Can í viðlaginu. 

Þessi tregða til að snúa aftur til síns heima – hvort sem hún er tilkomin vegna gleðinnar sem tiltekinn tónlistarmaður upplifir fjarri heimili sínu, eða þeirrar óhamingju sem ríkir heimafyrir yfirleitt – er þekkt stef innan tónlistarinnar.

Í tilefni útgáfunnar rifjaði SKE upp nokkur lög sem gera sambærilegum tilfinningum góð skil.

The Smiths – There Is a Light That Never Goes Out

Líklega hefur enginn annar söngvari fangað fyrrnefndan tregleika betur en Morrisey, söngvari The Smiths, í laginu There Is a Light That Never Goes Out. Í 19. seríu  hlaðvarpsins Soul Music á BBC má heyra marga aðdáendur sveitarinnar tjá sig um þessa tilfinningu sem fyrirfinnst í laginu (https://www.bbc.co.uk/programme…). Samkvæmt blaðamönnum NME er lagið 12. besta lag tónlistarsögunnar (https://www.nme.com/photos/the-…).

Driving in your car /
Oh, please don’t drop me home  /
Because it’s not my home
It’s their home /
And I’m welcome no more /

Bruce Springsteen – I Don’t Want to Go Home

Upprunalega lagið er eftir Southside Johnny and The Asbury Jukes. Neðangreind útgáfa syngur Bruce Springsteen og geymir, að okkar mati, meiri sál og meiri anguværð. 

I know we had to try /
To reach up and touch the sky /
Whatever happened to you and I /
I don’t want to go home /

Hazel English – Never Going Home

Hazel English hefur verið í miklu uppáhaldi hjá SKE allt frá útgáfu lagsins I’m Fine. Lag hennar Never Going Home er einnig fagurt.

Never going home again /
Turn the lights out when you’re leaving /
Never going home again /
Don’t wait up for me I’m not leaving /

Fleetwood  Mac – Never Going Back Again

Þó svo að orðið „Home“ komi ekki fyrir í texta lagsins þá er það gefið í skyn, að einhverju leyti, að minnsta kosti. Lagið fjallar um skilnað Lindsey Buckingham og Stevie Nicks. 

„That was a very naive song. I had broken up with Stevie and maybe met someone. It could have been someone who really didn’t mean a thing.“ – Lindsey Buckingham

Í athugasemd við lagið á Youtube spyr notandi að nafni Adnan Khan hvers vegna „allir pabbar heims kunni þetta lag á gítar?“

She broke down and let me in /
Made me see where I’ve been /
Been down one time /
Been down two times /
I’m never going back again /

Lana Del Rey – I Don’t Want to Go

Alls ekkert sérstakt lag en umfjöllunarefnið við hæfi. 

I don’t want to go, go home /
I don’t want to go, go home /
baby, tonight /
baby, tonight /

Svo eru það auðvitað lögin sem fjalla um heimþrá:

Atmosphere – Always Coming Back Home to You

No matter where I am, no matter what I do  /
I’m always coming back home to you /
They can leave me for dead they can take away my true /
I’m always coming back home to you /

Michael Kiwanuka – Home Again

Home again /
Home again /
One day I know /
I’ll feel home again /

Phil Collins – Home

So take, take me home /
‘Cause I don’t remember /
Take, take me home /
‘Cause I don’t remember /

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing