Tónlist
Like a Version er vikulegur liður á áströlsku útvarpsstöðinni Triple J, þar sem bæði ástralskir og alþjóðlegir listamenn koma fram í beinni í hljóðveri stöðvarinnar og flytja eitt lag eftir sjálfan sig og eina ábreiðu, yfirleitt.
Fyrir stuttu var Ásgeir Trausti gestur þáttarins og flutti hann lagið Stardust í beinni ásamt því að flytja ábreiðu af laginu Lovesick eftir Mura Masa og A$AP Rocky (sjá hér fyrir ofan). Lovesick kom út í nóvember í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda síðan þá (áhorf myndbandsins telur hátt í 25 milljón „views“ á Youtube).
Myndband af flutningi Ásgeirs rataði á Youtube í gær og hafa yfir 15.000 manns þegar horft á flutning söngvarans. Segja má að efsta athugasemdin á Youtube segi allt sem segja þarf:
„So silky smooth. Set to loop for the next hour.“
– William Patino