Fréttir
Íslenska Youtube-rásin Ice Cold státar sig af rúmlega 6.000 áskrifendum og hafa umsjónarmenn rásarinnar, þeir Ingi Bauer og Stefán Atli Rúnarsson, gefið út á þriðja tug vlogga frá því að fyrsta myndbandið kom út fyrir um átta mánuðum síðan.
Í gær (6. nóvember) birti Ice Cold nýtt myndband þar sem rappararnir JóiPé og Króli taka yfir vloggið á Iceland Airwaves hátíðinni sem lauk um helgina (sjá hér fyrir ofan). Tvíeykið spilaði á fjölmörgum tónleikum á hátíðinni og þar á meðal á Slippbarnum þar sem myndbandið var tekið.
Líkt og fram kemur í myndbandinu reyndu þeir félagar eitt sinn að slá í gegn sem Youtube-arar:
„Mjög skemmtileg staðreynd: Ég og Jói vorum báðir einu sinni að reyna að verða Youtube-arar … sem betur fer er ég búinn að eyða öllum (upptökum) alls staðar … ég talaði ensku og … það var svo vont dæmi.“
– Króli
Síðar í myndbandinu framkvæmir tvíeykið svokallað Taste Challenge, myndar tónlistarmanninn Axel Flóvent og undirbýr sig fyrir tónleikana á Slippbarnum.
Ice Cold: https://www.youtube.com/channe…
(Myndbandið við lagið B.O.B.A. hefur nú verið skoðað rúmlega 700.000 sinnum á Youtube.)