Auglýsing

„Bara trekk í trekk ,bangers’.“

Tónlist

Alexander Jarl hefur ákveðið að fagna komu sumarsins með stæl. Í dag, 20. apríl 2017, sendi hann frá sér mixteipið SMS vol. 1 á Spotify. Um ræðir fimm laga EP plötu sem inniheldur meðal annars lagið Púla Púla en Alexander Jarl gaf út myndband við lagið síðastliðinn 3. apríl.

Í samtali við SKE í morgun lét Jarlinn eftirfarandi orð falla um tilurð mixteipsins:

SMS vol. 1 er ekki ólíkt Kókosolíufurstarnir í grunninn. Mig langaði að byrja mixtape seríu sem inniheldur lög sem færu aldrei á útgefna plötu. Það er engin tenging milli laga né eru þau sett upp í sérstakri röð. Bara ,bangers’ trekk í trekk. Öll lögin eru pródúseruð af Helga Ársæl að undanskildu Gangsta Lean sem er pródúsað af Hlandra og co-pródúsað af Helga Ársæli. Stutt í vol. 2.“

– Alexander Jarl

Þess má geta að Alexander Jarl var gestur útvarpsþáttarins Kronik fyrir stuttu þar sem hann flutti nokkur lög af mixteipinu í beinni (sjá hér fyrir neðan):

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing