Auglýsing

„Bardaginn við Ponzinibbio heyrir sögunni til.“ – Viðtal við Nelson í MMA Hour

Fréttir

Í gær (9. janúar) birti Youtube-rásin MMAFightingonSBN viðtal við íslenska bardagakappann Gunnar Nelson (sjá hér fyrir ofan) en rásin státar sig af rúmlega 550.000 áskrifendum og framleiðir vinsæla þætti á borð við The MMA Hour, Promotional Malpractice og MMA Beat.

Viðtalið tók Ariel Helwani (fyrir þáttinn MMA Hour) og fóru þeir yfir víðan völl; ræddu þeir meðal annars sviðakjamma, hvað væri framundan og síðasta bardaga Nelson gegn Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio.

Aðspurður hvort að hann væri búinn að jafna sig á síðasta bardaga gegn Ponzinibbio (en Argentínumaðurinn potaði ítrekað í augun á Nelson) var Nelson auðmjúkur að vanda:

„Maður kemst kannski ekki alveg yfir slíkt fyrr en næsti bardagi er búinn. En mér finnst eins og þessi bardagi heyri sögunni til. Þetta er eins og þetta er. Þetta var leiðinlegt mál … en hvað getur maður gert? Maður heldur bara áfram, heldur áfram að æfa og bæta sig. Svo fer maður aftur í hringinn.“

– Gunnar Nelson

Síðar bætir Gunnar því þó við að hann væri til í að mæta Ponzinibbio aftur: „Ég væri klárlega til í að berjast við hann aftur. Ég væri til í að fá aðra tilraun og ég mun passa augun. Ég held ég myndi sigra ef við mætumst aftur.“ 

Nánar: https://www.visir.is/g/20181801…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing