Auglýsing

Ber saman framfærslukostnað í New York miðað við Reykjavík (myndband)

Fréttir

Bandaríkjamaðurinn Erik Conover stýrir samnefndri Youtube-rás þar sem hann ferðast um heiminn í því augnamiði að lífa lífinu til fulls. Rásin nýtur þó nokkurra vinsælda og státar sig af hátt í 300.000 fylgjendum. 

Í gær (11. mars) birti hann nýtt myndband á síðu sinni þar sem hann ber saman framfærslukostnað („cost of living“) í New York miðað við í Reykjavík (sjá hér að ofan) en í þessum skrifuðu orðum hafa rúmlega 11.000 manns horft á myndbandið.

Í myndbandinu ber Conover saman verð á leigu, mat, fatnaði og leigubílum í fyrrnefndum borgum og kemst hann að þeirri niðurstöðu að Reykjavík er dýrari borg en New York í alla staði, að leiguverði undanskildu. 

Tekið skal fram að hér er alls ekki um vísindalega rannsókn að ræða, að neinu leyti, en þó má kannski segja að upplifun Conover endurspegli frekar hið almenna viðhorf ferðalanga til verðlagsins á Íslandi.

Niðurstöður Conover eru svohljóðandi:

                                                           New York                   Reykjavík
Meðal leiguverð (mánaðarleiga)   $2.947                      $1.700
Eggjabakki (12 egg)                        $2.99                         $7.99
Hádegisverður á veitingastað       $65.33                       $90.40
Ullarpeysa                                        $200.000                   $20.00
Leigubíll á flugvöllinn                      $58.00 (JFK)            $250.000 (REY-KEF)

Helsta heilræði Conover til ferðalanga á Íslandi er að þeir versli sér í matinn og sleppi því að borða á veitingahúsum:

„Ef þú hyggst ferðast um Ísland mæli ég með því að kaupa í matinn og sleppa veitingahúsunum; máltíð fyrir tvo á veitingahúsi á Íslandi kostar í kringum 100 dollara.“

– Eri Conover

Hér fyrir neðan eru svo fleiri myndbönd frá heimsókn Conover til Íslands.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing