Auglýsing

Berdreymi seld til Bretlands

Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur verið seld til Bretlands. Myndin hefur sópað til sín verðlaunum á undanförnum mánuðum og hefur verið seld til Bandaríkjanna, Ungverjalands, Niðurlanda, þýskumælandi landa og mið- og austur Evrópulanda.

New Europe Film Sales fer með sölu myndarinnar á heimsvísu, sem og Volaða lands Hlyns Pálmasonar og Dýrsins eftir Valdimar Jóhannsson. Báðar síðarnefndu voru sýndar nýlega á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi vegna tilnefninga til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Á sömu hátíð var einnig skrifað undir samninga við sölufyrirtækið Alief vegna heimildamyndarinnar Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing