Auglýsing

Bernie Sanders „heldur kúlinu“ í viðtali við Sacha Baron Cohen

Svo virðist sem flestir bandarískir viðmælendur Sacha Baron Cohen hafi komið illa undan samskiptum sínum við breska grínistann við gerð sjónvarpsseríunnar Who Is America?: Larry Pratt, stofnandi hagsmunasamtakanna Gun Owners of America, var hafður að athlægi fyrir að mæla með vígvæðingu leikskólabarna (sjá neðst) og Sara Palin, fyrrum borgarstjóri Alaska, hefur heimtað afsökunarbeiðni eftir að hún var, að eigin sögn, ginnt til þátttöku.

Nánar: https://eu.usatoday.com/story/…

Það sama er ekki að segja um þingmanninn Bernie Sanders en í myndbandi sem bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime birti á Youtube-síðu sinni í gær (sjá hér að ofan) bregst Sanders við spurningum Cohen—eftir að hinn síðarnefndi brá sér í gervi hægri mannsins Billy Wayne Ruddick Jr.—á yfirvegaðan hátt. 

Í viðtalinu segir Cohen meðal annars að auðveldasta leiðin til þess að útrýma ójöfnuði sé einfaldlega að flytja 99% Bandaríkjamanna yfir í ríkasta 1%. Er Bernie Sanders klórar sér í kollinum yfir þessari uppástungu svarar Cohen að tillagan sé byggð á traustum grunni:

„Þetta hvílir allt saman á traustum tölfræðilegum grunni. Ég vinn nefnilega fyrir alþjóðlega stofnun um vísindaleg sannindi og þekkingu.“

– Sacha Baron Cohen

„Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala,“ segir Bernie Sanders að lokum, orðlaus.

Hér fyrir neðan má svo sjá fyrstu stiklu sjónvarpsseríunna Who Is America?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing