Fréttir
Í kvöld (12. október) hyggst rapparinn GKR fagna útgáfu stuttskífunnar ÚTRÁS á Prikinu en platan rataði inn á Spotify í dag (sjá hér að neðan).
Meðal þeirra sem koma við sögu á plötunni er rapparinn Birnir—en erindi hans á laginu Úff er vafalaust einn af hápunktum annars góðrar stuttskífu (kemst Birnir á ákveðið flug í kringum 03:37):
Ég stunda sjálfsfróun af krafti /
Og hef alltaf geta haldið kjafti /
Ég er ógeðslega veikur /
Þið eruð varla fokking slappir /
Þið eruð bi%3es með typpi /
Myndu ekki þora að toga í gikkinn /
Sé ekki eftir í sekúndubrot /
Að (æla) hafa myrt þig /
Ásamt Birni koma Mælginn, Lord Pusship og Dadykewl einnig við sögu á plötunni. Meðal taktsmiða sem lögðu hönd á plóg eru Smjörvi, $tarri, Oogiemane og GKR sjálfur. Hér fyrir neðan geta áhugasamir svo lesið viðtal SKE við GKR frá því í byrjun vikunnar.
Nánar: https://ske.is/grein/ef-thu-vil…
Fyrir nánari upplýsingar um útgáfutónleika GKR bendum við á hlekkinn hér að neðan. Upphitun verður í höndum söngkonunnar Bríetar og Sprite Zero Clan. Þá sér $tarri um skífuskank.
Nánar: https://www.facebook.com/event…