Auglýsing

Blaðamaður hvetur konur í BNA að fara að íslenskri fyrirmynd

Blaðakonan Latham Hunter hjá kanadíska blaðinu The Hamilton Spectator ritaði grein á vefsíðu blaðsins í gær undir yfirskriftinni Hvað gerum við nú þegar Kvennagöngunni er lokið? 

Í greininni ræðir Latham Hunter áhrif Kvennagöngunnar svökölluðu, sem fram fór 
síðastliðinn 21. janúar, þegar konur í Bandaríkjunum, sem og víðs vegar um 
heiminn, mótmæltu nýkjörnum forseta Bandaríkjanna Donald Trump. 

Ásamt því að mótmæla Trump var markmið göngunnar einnig að styðja við 
bandaríska löggjöf sem hlúir að mannréttindum, réttindum kvenna, innflytjenda 
og minnihlutahópa, sem og þeim lögum og opinberum stefnum sem stuðla að 
náttúruvernd, opinberri heilbrigðisjónustu og trúarlegu frelsi.

Veltir Latham Hunter því fyrir sér hvort að mótmælin komi til með að hafa einhver marktæk áhrif á bandarískt samfélag. Segir hún að gangan, sem sýnileg mótstaða gegn Donald Trump, hafi svo sannarlega verið áhrifarík, en ef markmiðið sé að stuðla að raunverulegum samfélagslegum- og pólitískum breytingum – þá hefði gangan ekki að hafa átt sér stað á laugardegi. 

Öllu heldur hefðu bandarískar konur að fara að íslenskri fyrirmynd:

„Verkfall íslenskra kvenna þann 24. október 1975 fór fram á föstudegi … Í stað þess að sinna sínum daglegu störfum, komu fleiri en 25.000 íslenskar konur saman til þess að mótmæla, en þetta varð til þess að gervallt samfélagið fór á hliðina. Athafnalífið lamaðist – engin iðngrein né þjónustu gat starfað án íslensku konunnar … Mótmælin urðu til þess að janfrétti kvenna og karla var samþykkt á Alþingi … Fjórum árum síðar var fyrsta íslenska konan kjörin forseti.“ 

– Latham Hunter

Bætir hún því við að flestir séu væntanlega sammála því að Donald Trump er meira annt um viðskiptalífið en allt annað og sökum þess væri besta leiðin til þess að koma ríkisstjórninni úr jafnvægi það að sniðganga stórfyrirtæki á skipulagðan máta. 

Greinina má lesa í heild sinni hér: https://www.thespec.com/opinion…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing