Auglýsing

„Blessun að hafa uppgötvað Samm Henshaw“—nýtt lag ásamt Wretch 32: „Doubt“

Fréttir

Rétt í þessu (4. október) gaf breski söngvarinn Samm Henshaw út myndband við lagið Doubt (sjá hér að ofan). Lagið hefur vakið jákvæð viðbrögð aðdáanda og taka eflaust margir undir orð Youtube-notandans zkdlmno: 

„Að hafa uppgötvað tónlist Samm Henshaw er hrein blessun. Ég er því feginn að hafa ekki vanrækt þessa list.“ 

Þá skartar lagið Doubt einnig erindi frá rapparanum Wretch 32—sem skemmir svo sannarlega ekki fyrir:

I’m from Tottenham so I could have been Adele /
Nah, I couldn’t be a girl /
I had a pastor but he couldn’t really help /
My papa didn’t preach and my mama couldn’t tell /

Samm Henshaw heitir réttu nafni Iniabasi Samuel Henshaw og er fæddur 22. febrúar árið 1994. Henshaw er breskur söngvari af nígerískum uppruna og er á mála hjá Columbia Records. 

Fyrir þá sem hafa ekki kynnt sér tónlist Samm Henshaw mælum við eindregið með laginu Broke. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing