6. maí síðastliðinn var fyrsti þáttur sjónvarpsseríunnar Chernobyl frumsýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO sem og á bresku stöðinni Sky (þáttaröðin er samstarfsverkefni HBO og Sky). Eins og nafn seríunnar gefur til kynna fjallar Chernobyl um kjarnorkuslysið í Tjernobyl í Úkraínu (sem þá tilheyrði Sóvíetríkjunum) árið 1986.
Slysið—sem er almennt talið mesta kjarnorkuslys sögunnar, með tilliti til kostnaðar og dauðsfalla—átti sér stað þegar tilraunir með kjarnaofn voru framkvæmdar. Ofninn sprakk þegar kælingin brást, með þeim afleiðingum að gífurlegt magn geislavirkra efna slapp út í andrúmsloftið.
Þáttaröðinni leikstýrir Johan Renck og fara þau Jared Harris, Stellan Skarsgård og Emily Watson með aðalhlutverk þáttanna. Þá sér hin íslenska Hildur Guðnadóttir um tónlist seríunnar en lag hennar Bridge of Death hefur vakið athygli áhorfenda (sjá hér að ofan); lagið rataði t.d. nýverið inn á vefsíðuna vinsælu Reddit um daginn þar sem notendur lýsa ánægju sinni yfir tónlist Hildar sem og Chernobyl almennt.
Nánar: https://www.reddit.com/r/listentothis/
Hildur Guðnadóttir er fædd árið 1982 og er sellóleikari að mennt. Hildur samdi tónlistina við kvikmyndina Sicario: Day of the Soldado en um ræðir framhald af kvikmyndinni Sicario. Jóhann Jóhannsson heitinn samdi tónlistina við fyrstu myndina.