Fréttir
Síðastliðinn 22. ágúst gaf söngvarinn Birgir út lagið Can You Feel It á Spotify – en athygli vekur að notendur Spotify hafa spilað lagið hátt í þrjú milljón skipti frá því að það var gefið út.
Verður þetta að teljast ágætis árangur sérstaklega ef vinsældir lagsins á Spotify eru sett í samhengi við nokkur vinsælustu lög ársins á Íslandi:
Flytjandi Lag Spilanir á Spotify
Birgir Can You Feel It 2,910,593
Aron Can Fullir vasar 1,426,636
JóiPé x Króli B.O.B.A. 1,003,189
JóiPé x Chase Ég vil það 1,089,486
Joey Christ Joey Cypher 927,145
Áttan Neinei 916,225
Líkt og fram kom í viðtali við Birgir á Albumm.is í byrjun september er lagið skálduð saga um ástina og lífið:
„(Lagið) fjallar í mjög stuttu máli um tvo einstaklinga sem upplifa það að verða ástfangnir í fyrsta skiptið, kannski er þetta æskuást með örlítilli dramatík, sem er jú sígilt minni.“
– Birgir Stefánsson (Albumm.is)
Birgir stefnir að því að gefa út stök lög á næstu mánuðum og vonast til að gefa út hljóðversplötu á einhverjum tímapunkti en hann sendi frá sér smáskífuna Birgir síðastliðinn maí.
Nánar: https://albumm.is/kannski-er-th…
(Hlekkur á grein um lagið á Scandipop.)
https://www.scandipop.co.uk/in…