https://www.youtube.com/watch?v=Xgs64Mdox70
Í dag er mánudagur. Erfiður mánudagur. Íslenska fótboltaævintýrinu er lokið, það er langur vinnudagur framundan og Visa reikningurinn gnæfir yfir samviskunni líkt og Burj Khalifa í Mordor. Í ofanálag er ríkisskattstjóri með stæla. Þú skuldar. Færð enga endurgreiðslu. Sumarið tekur senn enda. Lífið líka … sem betur fer eru myndbönd á borð við þetta hérna (sjá fyrir ofan). Marlon Webb og félagar stíga furðulegan dans við Staying Alive með BeeGees. Hvern fjandinn er að gerast?