Auglýsing

Cell7 snýr aftur – nýtt myndband: „City Lights“

Síðastliðið föstudagskvöld (6. október) frumsýndi rapparinn Cell7 myndband við lagið City Lights á Prikinu en lagið pródúseraði Gnúsi Yones – sem er oftast kenndur við Amaba Dama og Subterranean – og verður að finna á væntanlegri plötu Cell7.

Í gær (10. október) rataði svo myndbandið loks á Youtube (sjá hér fyrir ofan) og var leikstjórn myndbandsins í höndum Birgis Páls Auðunssonar.

Þó nokkurn tími er liðinn frá því að Cell7 sendi frá sér nýtt efni en síðasta plata rapparans, CELLF, kom út árið 2013.

Þess má einnig geta að tæp 20 ár eru liðin frá því að hljómsveitin Subterranean – sem samanstóð af röppurunum Karli Davíðssyni, Magnúsi Jónssyni (Magse), Rögnu Kjartansdóttur (Cell7) og Frew Elfineh (Black Fist) – gaf út sína fyrstu breiðskífu, Central Magnetizm. Platan kom út stuttu eftir að hljómsveitin Quarashi gaf út samnefnda plötu (sem var einnig fyrsta plata sveitarinnar). 

Líkt og fram kom í tilkynningu frá Alda Music í sumar er Central Magnetizm nú aðgengileg á Spotify. 

Nánar: https://ske.is/grein/hin-sigild…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing