Fréttir
Í gær (26. júní) gaf fönkgoðsögnin Chaka Khan út myndband við lagið Like Sugar (sjá hér að ofan) en um ræðir fyrsta lagið sem söngkonan gefur út í meira en áratug.
Myndbandinu leikstýrir Kim Gehrig og var það franska tvíeykið I Could Never Be a Dancer sem sá um að semja dansinn.
Lagið sjálft kom út fyrr í mánuðinum og þá á vegum plötufyrirtækisins Diary Records og var það fyrrum meðlimur Major Lazer, Switch, sem smíðaði taktinn. Þá mun Diary Records einnig gefa út næstu plötu Chaka Khan sem er jafnfratm fyrsta platan sem söngkonan gefur út frá því að platan Funk This kom út árið 2007. Búist er við því að plötufyrirtækið tilkynni útgáfudag og titil plötunnar á næstunni.
Nánar: https://www.rollingstone.com/m…
Hér fyrir neðan má sjá tónleika Chaka Khan í sjónvarpsþættinum Jimmy Kimmel Live frá því í apríl. Flutti hún lagið I’m Every Woman.