Like a Version er vikulegur liður á áströlsku útvarpsstöðinni Triple J, þar sem bæði ástralskir og alþjóðlegir listamenn koma fram í beinni í hljóðveri stöðvarinnar og flytja eitt lag eftir sjálfan sig og eina ábreiðu, yfirleitt.
Fyrir stuttu leit hljómsveitin CHVRCHES í hljóðver Triple J og flutti ábreiðu af laginu LOVE. eftir rapparann Kendrick Lamar (sjá hér fyrir ofan). Fyrir þá sem ekki þekkja til hljómsveitarinnar CHVRCHES er hér á ferðinni skosk hljómsveit sem sérhæfir sig í svokölluðu hljóðgervla poppi (synth pop). Sveitin var stofnuð árið 2011 og samanstendur af þeim Lauren Mayberry, Iain Cook og Martin Doherty.
Lagið LOVE. er að finna á plötunni DAMN. sem Kendrick Lamar gaf út í fyrra. Lagið skartar hinum bandaríska Zacari.