Auglýsing

Complex fjallar um Secret Solstice 2018: „Hrottafengin úrkoma“

Í gærkvöld (9. júlí) birti vefsíðan Complex grein eftir blaðamanninn James Keith þar sem höfundur fjallar um tónlistarhátíðina Secret Solstice en hátíðin fór fram í Laugardalnum síðastliðinn júní. 

Complex: https://www.complex.com/music/…

Greinin hefst á umbúðalausum nótum: „Ef þú heillast að hvítum strendum og brennheitri sól—mæli ég með því að þú farir annað; þrátt fyrir það að hátíðin eigi sér stað um miðbik sumars fer hitastigið vart yfir 20 gráður.“

Þrátt fyrir þessi varnaðarorð fer höfundur þó fögrum orðum um Ísland sem og tónlistarhátíðina sjálfa síðar greininni. Í umfjöllun sinni er James Keith á þeim buxunum að breski rapparinn Stormzy hafi verið meðal þeirra sem stóðu upp úr á Secret Solstice 2018 (greinin er rituð undir yfirskriftinni Stormzy, IAMDDB, Gucci Mane og George Clinton stóðu klárlega upp úr á Secret Solstice 2018):

„Þrátt fyrir hrottafengna úrkomu sló Stormzy botninn í hátíðina með stæl. Yljaði rapparinn sér í kaldri íslenskri rigningu með leiftrandi flugeldasýningu á meðan hann renndi í gegnum sígild lög (skemmtileg staðreynd: Secret Solstice 2015 voru fyrstu tónleikar Stormzy utan Bretlands) … þó svo að rigningin hafi verið svolítið yfirgengileg á sunnudeginum má segja að þeir sem létu slag standa (sumsé mættu á tónleikana) hafa líklega ekki séð eftir því: Frá George Clinton og Parliament/Funkadelic yfir í 6lack og að lokum Stormzy gerði úthald og framkoma þessara listamanna það að verkum að við gleymdum rigningunni að mestu.“

– James Keith

Hér fyrir neðan er svo hlekkur á sambærilega umfjöllun á vefsíðu Independent ásamt myndbandi frá Time:

Independent: https://www.independent.co.uk/…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing