Auglýsing

Conor McGregor með risatilkynningu í nýrri auglýsingu

„Svo virðist sem Conor McGregor sé loks búinn að gefa bardaga sinn og Floyd Mayweather upp á bátinn,“ segir blaðamaður Rolling Stone í grein sem birtist á heimasíðu tímaritsins í gær.

Í kynningarmyndbandi fyrir Pegasus World Cup veðhlaupið, sem fer fram seinna í þessum mánuði – einnig þekkt sem ,ríkasta veðhlaupið meðal hreinræktaðra hesta,’ en vinningshafinn hlýtur 12 milljónir dollara – tilkynnir McGregor að hann sé hættur í MMA og ætli sér að verða veðreiðaknapi. Og til þess að aðstoða hann í þeirri viðleitni ræður hann til sín grínistann Jon Lovitz. 

„Alexander Mikli grét þegar hann áttaði sig á því að ekkert land stæði eftir fyrir hann til þess að leggja undir sig,“ segir McGregor í myndbandinu. „Mér líður alveg eins. Í dag langar mig að segja við heiminn að ég hyggst verða besti veðreiðaknapinn á plánetunni, með aðstoð frá nýja þjálfaranum mínum. Ég ætla mér að keppi í – og sigra – Pegasus World Cup International veðhlaupið. Já, það er rétt. Ég ætla að verða fyrstur.“

Í grein Rolling Stone kemur einnig fram að sjónvarpsstöðin HBO hafi boðið McGregor hlutverk í Game of Thrones.  

Nánar: https://www.rollingstone.com/sp…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing