Auglýsing

Conor McGregor snýr aftur í UFC 2000

Ekki er ein vika liðin frá því að írski bardagakappinn Conor McGregor tjáði aðdáendum sínum að hann væri hættur að berjast. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú í morgun virðist McGregor vera kominn aftur á dagskrá aðalhluta bardagakvöldsins UFC 2000, sem fer fram 9. júlí.

Til stóð að McGregor, sem er heimsmeistari í fjaðurvigt, mundi snúa aftur í hringinn gegn Nate Diaz í sumar áður en hann tilkynnti það að hann væri hættur.

En nú í morgun sendi hann frá sér eftirfarandi tíst:

Happy to announce that I am BACK on UFC 200!

Shout out to @danawhite and @lorenzofertitta on getting this one done for the fans. #Respect

5:46 AM – 25 Apr 2016

– Conor McGregor

McGregor hefur staðið í opinberu orðaskaki við UFC yfir auglýsingaskyldum, en Írinn vill meina að hann hafi ekki geta einbeitt sér að æfingum að sökum endalausra ferða til Las Vegas.

Tístið hans í morgun bendir nú til þess að sambandið hafi batnað, þar sem hann þakkar forseta UFC, Dana White, ásamt „promote-erinum“ Lorenzo Fertitta, fyrir að setja hann aftur á dagskrá bardagakvöldsins.

Ef þetta reynist rétt, þá gæti UFC 2000 reynst eitt af eftirminnilegustu bardagakvöldum sögunnar; það kom eflaust mörgum á óvart þegar Nate Diaz sigraði Írann í UFC 196 síðastliðið sumar.

Diaz sagði nýverið að hann hefði aðeins áhuga á því að berjast gegn McGregor á UFC 2000 og þrátt fyrir tilkynningar McGregor segist hann hafa haldið sínu striki í æfingum eins og ekkert hafi breyst:

„Ég kom til að berjast gegn Conor McGregor og ég hef engann áhuga á því að berjast á móti einhverjum öðrum á UFC 2000.“

– Nate Diaz

McGregor, eins og flestir landsmenn vita, dvelur nú á Íslandi þar sem hann undirbýr sig fyrir bardagann ásamt Gunnari Nelson og þjálfara sínum John Kavanagh.

„Við æfum tvisvar á viku og einbeitum okkur að 9. júlí. Við ætlum að vera í toppformi á þeim tímapunkti.“

– John Kavanagh

Þetta eru góðar fréttir fyrir marga og þá sérstaklega fyrir írsku aðdáendur McGregor, sem höfðu annars orðið fyrir talsverðum vonbrigðum; talið er að 8,000 írar hafi þegar keypt sér flug til Las Vegas í júlí.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing