Auglýsing

Daði Freyr á svakalega tónleikaferð um Evrópu – Bugaður eftir Euro­vision en ný tón­list á leiðinni

Tónlistarstjarnan Daði Freyr Pétursson leggur í svakalega tveggja mánaða tónleikaferð um Evrópu í næsta mánuði. Frá miðjum apríl og fram í miðjan júní kemur hann fram á 28 tónleikum víðsvegar um álfuna.

Daði Freyr birti tónleikadagskrána á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann ávarpaði áhangendur sína:

„Það er ennþá allt uppselt en þetta er fyrir þá sem eru nú þegar með miða :-)“

Undanfarið hefur Daði verið búsettur í Berlín að leggja lokahönd á tónlistarnám sitt. Daði og Gagnamagnið lentu í 4.sæti í Eurovision síðasta vor þegar keppnin var haldin í Rotterdam en gátu ekki komið fram á sviði þar sem einn meðlimur hljómsveitarinnar greindist með kórónuveiruna.

Daði Freyr viðurkenndi að hann var hreinlega bugaður eftir Euro­vision en segir nýja tón­list loksins á leiðinni. Hann segist fyrst nú vera að ná áttum á ný eftir Eurovision ævintýrið og hlakkar til að sýna fólki afrakstur tónsmíðanna þó enn sé eitthvað í útgáfuna.

Fyrstu tónleikar Daða í tónleikaferðlaginu verða 15. apríl næstkomandi í Oslóarborg í Noregi og þeir síðustu í röðinni fara fram 16. júní í Lundúnum. Hér fyrir neðan má sjá prógrammið í heild sinni sem framundan er hjá stjörnunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing