Auglýsing

„Djassinn er lífið.“ – Ari Bragi Kárason

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Ari Bragi Kárason

Ef fyrirbærið Ari Bragi Kárason bærist í tal meðal tveggja Bandaríkjamanna væri alls ekki ólíklegt að hugtakið „Renaissance Man“ (sumsé, Endurreisnarmaður) kæmi þar við sögu. Ástæðan fyrir því er sú, að sá einstaklingur sem er talinn vera Endurreisnarmaður hefur náð langt á tveimur ólíkum sviðum. Þetta á vel við Ara Braga, en hann er bæði Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi ásamt því að vera einn fremsti trompetleikari landsins. Hins vegar má deila um það hvort að þetta séu, í raun og veru, tvö ólík svið; SKE er á þeirri skoðun að það sé margt sameiginlegt með frjálsum íþróttum og djassi. Hvort tveggja einkennist af mikilli tækni, ákveðnu frelsi – og flottum skóm. Svo við vitnum nú í trommarann Kela (Agent Fresco), máli okkar til stuðnings: „djass er á mörkum þess að vera íþrótt og að vera listform.“ En hvað um það. SKE spjallaði stuttlega við Endurreisnarmanninn Ara Braga Kárason og lagði fyrir hann nokkrar vel sýrðar spurningar.

SKE: Þú ert gjarnan kallaður „sneggsti“ maður landsins. Hvað ertu eiginilega að flýja? 

Ari Bragi: Ef þessi hraði gæti einungis nýst mér í að svara spurningum sem þessum, þá gæti þetta nýst mér á einhvern hátt. 

SKE: Hvað hefur djassinn kennt þér um lífið? 

Ari Bragi: Djassinn er lífið. Samansafn fortíðar og líðandi stundar sem spegilmynd náms og þekkingar gerir djassinum kleift að opna jafnvel áður luktar dyr tilfinninga og sögusagna. Top-5 snobbaðasta svar lífs míns.

SKE: Stöð 2 undirbýr nú framleiðslu á raunveruleikaþættinum Icelandic Jazz Warrior, en um ræðir keppni sem reynir jafnt á líkamlega burði þátttakenda sem og á hæfileika þeirra á sviði tónlistar (keppendur þræða fjarstæðukennda þrautabraut sem byggist lauslega á plötunni Kind of Blue eftir Miles Davis). Hvaða tónlistarmaður gæti veitt þér verðuga samkeppni?

Ari Bragi: Vá…. Það eru nokkrir sem koma til greina. Enginn á auðvitað séns. 

SKE: Þú ert meðlimur í hljómsveitinni Dillalude, sem tileinkar sér tónlist Jay-Dee heitins. Uppáhalds Hip-Hop lag og hvers vegna? 

Ari Bragi: Ég man hvar ég var og hver leyfði mér að heyra So Far To Go með J-Dilla, D’angelo og Common. Hafði mikil áhrif.

SKE: Þegar þú „trash-talkar“ á tartaninu, hvaða illmæli ert þú helst að vinna með? 

Ari Bragi: Það fer ekki framhjá neinum að hérna er spyrill þungavigtarmaður í rímum og flæði þar sem Trash-Talk-Tartan gæti verið efni í eitthvað harðasta Hip-Hop lag samtímans. Ég ætla að fá að passa á þessa því ég er að farinn að semja lag við TTT.

SKE: Lol … Seltjarnarnesið eða Hafnarfjörðurinn?

Ari Bragi: Gott báðum megin 

SKE: Ef þú yrðir að lýsa sjálfum þér sem japönsku skrímsli (Pokémon) í vinsælum tölvuleik – hvernig myndi sú lýsing hljóða? 

Ari Bragi: Enginn maður til að svara þessari spurningu.

SKE: Hvar verður þú um jólin? 

Ari Bragi: Í faðminum að jafna mig á jólatónleika „overload“ og leggja drög að heimsyfirráðum. 

SKE: Eitthvað að lokum? 

Ari Bragi: Allt í botn OG þetta gerist allt fremst, ekki aftast.

(SKE mælir heilshugar með hljómsveitinni Dillalude. Einnig hvetjum við lesendur til þess að mæta á tartanið og hvetja Ara Braga til dáða á næsta frjálsíþróttamóti.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing