Auglýsing

Djöfladýrkendur afhjúpa stytttu af Baphomet fyrir framan ríkisþinghúsið í Arkansas

Fréttir

Um 150 manns sóttu fjöldafund Djöflamusterisins (Satanic Temple) sem fram fór fyrir framan ríkisþinghúss Arkansas í Bandaríkjunum í gær (16. ágúst). 

Boðuðu fulltrúar musterisins til fundsins í kjölfar þeirrar ákvörðun þingsins að reisa minnisvarða um Boðorðin tíu sem nú stendur á lóð þinghússins. 

Nánar: https://www.independent.co.uk/…

Á meðan á fjöldafundinum stóð afhjúpuðu djöfladýrkendurnir tveggja og hálfs metra háa styttu af skurðgoðinum Baphomet (sjá hér að ofan) en um ræðir einskonar mannveru með geitahöfuð, horn og vængi.

Nánar: https://www.kennslaogtru.is/ind…

Styttan fékk þó einungis að standa á meðan á fjöldafundinum stóð en fulltrúar Djöflamusterisins berjast nú fyrir því að Baphoment fái varanlegan samastað á lóð þinghússins. Þá hafa djöfladýrkendurnir lagt fram ákæru á hönd Arkansas-fylkis, í kjölfar reisingu fyrrnefndra minnisvarða um Boðorðin 10, þar sem kærendur fara fram á að styttan af Baphomet fái að standa í nafni fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna. 

Í viðtali við The Independent sagði Ivy Forrester, einn stofnanda Djöflamusterisins í Arkansas að jafnræði yrði að ríkja á meðal trúarbragða í Bandaríkjunum:

„Ef þú ætlar að reisa einn minnisvarða þá verðurðu að leyfa öðrum að gera slíkt hið sama. Ef þú ert ósammála því þá er best að sleppa þessu yfir höfuð.“

– Ivy Forrester

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing