Rapparinn og kanadabúinn Drake kom fram í Saturday Night Live í gær og eru flestir sammála því að hann hafi staðið sig með prýðum. Það sem stóð upp úr að mati SKE var „sketch-ið“ hér fyrir ofan þar sem Drake gerir grín af illdeilum sínum við rapparann Meek Mill með aðstoð leikara og starfsmanna SNL.
Drake, sem er hvað þekktastur fyrir persónulega og dramatíska texta, verður seint talinn sérstaklega harður á rapp mælikvarðanum. Í myndbandinu ýkir hann eigin viðkvæmni og tekur hann jafnvel smávægilegustu móðgunum sem ástæðu til þess að „beef-a.“
Hér fyrir neðan má einnig sjá fimm sígildar Drake „memes.“