Auglýsing

„Ef þú vilt alvöru ÚTRÁS mættu á Prikið 12. október“—SKE spjallar við GKR

Viðtöl

SKE: Nú er áratugur liðinn frá hruni—og aftur allt að hruni komið; jörðin hlýnar, Bandaríkjaforseti talar sig heitan um heimsmálin (án nokkurrar skynsemi og verður enn appelsínugulari fyrir vikið), og höfum við hitann í haldinu án þess að uppskera nein hlýindi. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að útrásarvíkingarnir eru allir dauðir. Orðið Útrás, í viðskiptalegu samhengi, vekur klígju í hugum landsmanna: Aðspurður hvort að mixteipið ÚTRÁS, sem hann hyggst gefa út næstkomandi 12. október, sé dulin tilvísun í fjármálahrunið, svarar rapparinn GKR því játandien hefur spyrillinn þó á tilfinningunni að orð hans ganga þvert á meininguna. Í tilefni væntanlegrar útgáfu mixteipsins ÚTRÁS (sem skartar góðum gestum á borð við Birni, Dadykewl, Mælginn og Pusswhip) spjallaði SKE stuttlega við GKR. Gjörið svo vel.

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Gaukur Grétuson

SKE: Sæll, Gaukur. Hvað segirðu gott?

GKR: Ég er nokkuð fínn, sælir.

SKE: Nú eru 10 ár liðin frá hruni. Hvar varst þú 6. október 2008 og hvar ertu núna?

GKR: Í stærðfræði sérkennslu í Hagaskóla, er núna að spila Overwatch.

SKE: Þú ert að fara gefa út mixteipið ÚTRÁS—er þetta dulin tilvísun í fjármálahrunið?

GKR: Já, já ef það er þín túlkun á útrás.

SKE: Hvað geymir mixteipið mörg lög og ert þú að pródúsera megnið af lögunum?

GKR: Sex lög, plús intro. Ég prodúsa HELLAÐUR og SKYNJA ÞIG ($tarri aðstoðaði mig við gerð SKYNJA ÞIG) en credit listinn er svohljóðandi:

SKE: Þú byrjaðir einmitt að smíða
takta sjálfur fyrir stuttu. Hefur
þetta breytt nálgun þinni á
tónlist?

GKR: Kannski smá en ég hef vanalega verið með puttana í öllu svo þetta er ekki of nýtt fyrir mér.

SKE: Þú hyggst fagna útgáfunni næstkomandi
12. október á Prikinu. Hvernig hljóðar
dagskrá kvöldsins?

GKR: $tarri verður plötusnúður kvöldsins. Það verða upphitunaratriði (sem verða kynnt á Facebook-síðu viðburðarins á næstu dögum) og síðan hefjast ÚTRÁS tónleikarnir sjálfir.

Hlekkur á Facebook-síðu viðburðar: https://www.facebook.com/event…

SKE: Nú ert þú á skrá hjá Mad Decent en hvað þýðir það nákvæmlega?

GKR: Að ég hef gefið út hjá þeim (lagið Upp).

SKE: Eitthvað eitt sem fólk veit ekki
um þig?

GKR: Ég stofnaði #csgo.is Facebook-hópinn a sínum tima en nennti ekki að vera admin, því cs spilarar kvörtuðu svo mikið, þannig eg let einhvern annan vera admin.

SKE: Besta erindi allra tími—eftir
hvaða rappara sem er, lífs eða
liðinn, íslenskan eða erlendan?

GKR: Það var alltaf Man on the Moon (The Anthem) eftir Kid Cudi en núna á ég ekki eftirlætis erindi.

SKE: Eitthvað að lokum?

GKR: Ef þú vilt fá alvöru útrás með góðu væbi og skemmtilegu fólki, mættu þá á Prikið næstkomandi 12. október.

PS: það er margt geggjað a leiðinni rétt á eftir þessari utgáfu.

(SKE þakkar GKR kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að mæta á útgáfuntónleika rapparans á Prikinu, 12. október). 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing