Auglýsing

„Ég er fjölhæfari en aðrir rapparar.“—SKE spjallar við Ezekiel Karl

Viðtöl

SKE: Lagið „Sky’s the Limit“ eftir rapparann Biggie Smalls er að finna á plötunni „Life After Death“ sem kom út árið 1997. Lagið smíðaði pródúsentinn Clark Kent og byggði hann taktinn á grunni lagsins „My Flame“ eftir Bobby Caldwell. Í grein sem blaðamaðurinn Andrew Barber ritaði fyrir vefsíðu Complex síðastliðinn maíþar sem Barber fer yfir, að eigin mati, 50 bestu lög rapparanssitur lagið „Sky’s the Limit“ í 31. sæti. Í greininni er því haldið fram að Biggie sjálfur hafi talið lagið vera sitt besta—og eru eflaust margir aðdáendur rapparans sammála því: texti lagsins er uppfullur af von, væntingum og ljúfsárum minningum. Meðal aðdáenda lagsins er hinn 19 ára gamli Ezekiel Karl sem nú á dögunum gaf út lagið „Fake Ást“ en myndbandið við lagið hefur hlotið fínar viðtökur. Í tilefni útgáfunnar heyrði SKE í rapparanum og spurði hann nánar út í lífið, lagið og framtíðina. 

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Ezekiel Karl

SKE: Góðan daginn—hvað segirðu gott?

Ezekiel: Sjaldan verið betri.  

SKE: Hver er Ezekiel Karl?

Ezekiel: Ég er 19 ára strákur úr Breiðholtinu sem finnst ekkert skemmtilegra en að búa til tónlist.

SKE: Þú varst að gefa út lagið Fake Ást nú um daginn. Hvernig kom lagið til?

Ezekiel: Ég var að chill-a í bílnum mínum og var búin að vera með þetta bít á repeat og síðan kom lagið einhvern veginn að sjálfum sér. Ég samdi texta lagsins á einum degi. 

SKE: Lagið hefur fengið prýðis viðtökur: ca. 15.000 views á Youtube á þremur dögum. Bjóstu við svona hlýjum móttökum? 

Ezekiel: Nei, ég bjóst alls ekki við svona góðum viðtökum svona fljótt. 

SKE: Myndbandinu leikstýrir Brynjar Snær. Hverning kom samstarfið til? 

Ezekiel: Ég kynntist Brynjari í gegnum besta vin minn, Anton Bjarka, sem sá um fötin í myndbandinu. Þeir spurðu hvort ég vildi gera myndband við lagið og klæðast nýju fatalínunni hans Antons í leiðinni. Ég sló til og við hittumst allir í kjölfarið og skipulögðum myndbandið. Þremur vikum seinna hittumst við aftur og tókum upp myndbandið á einum degi. Við gáfum það svo út viku seinna.

SKE: Hver er að pródúsera fyrir þig? 

Ezekiel: Þegar ég byrjaði að skapa tónlist keypti ég takta á netinu en er kominn með nokkra homies núna sem senda mér bíts reglulega.

SKE: Munurinn á þér og öðrum röppurum?

Ezekiel: Ég myndi segja að munurinn á mér og öðrum röppurum er að ég er mjög fjölhæfur (versatile).

SKE: Það lag sem hefur haft hvað mestu áhrif á þig? 

Ezekiel: Sky’s the Limit með Biggie allan daginn. Ég lét flúra textabrot úr laginu á mig:

Stay far from timid / 

Only make moves when your heart’s in it /

And live the phrase: Sky’s the limit /

Þetta er mottó sem eg mun alltaf lifa eftir.

SKE: Er mixteip eða plata í vændum? 

Ezekiel: Planið er að gefa út sjö laga EP plötu núna í júní eða júlí  á Spotify. 

SKE: Eitthvað að lokum? 

Ezekiel: Bara Stay tuned: mixtape on the way.

(SKE þakkar Ezekiel Karli kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að fylgjast með honum í framtíðinni. Hér fyrir neðan eru svo lögin „My Flame“ eftir Bobby Caldwell, „Is This Love“ eftir Whitesnake og „Keep On“ eftir D Train en lagið „Sky’s the Limit“ inniheldur sömpl úr öllum þremur lögum.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing