Shärath Jason Wilson er leiðbeinandi við the Cave of Adullam Transformational Training Academy í Detroit, Bandaríkjunum. Í myndbandinu hér fyrir ofan, sem hefur vakið mikla athygli síðustu daga, miðlar Shärath Jason Wilson til nemanda síns mikilvægi þess að gefast aldrei upp:
„Þegar þú finnur fyrir sársaukanum, þá heldur þú áfram,“ segir hann er drengurinn reynir að brjóta spýtu með hnefanum.
Í viðtali við Buzzfeed sagði Shärath Jason Wilson að „karlmenn eru manneskjur og það er ekkert að því að gráta, en við megum ekki gefast upp þegar blæs á móti. Á þessum erfiðu tímum þá er mikilvægt að við feður komum í veg fyrir það að drengirnir okkar alist upp upp með falska ímynd af karlmennskunni.“
CATTA hefur það að markmiði að aðstoða bágstadda drengi og unga menn sem glíma við erfiðar aðstæður. Félagið er ekki rekið í ágóðaskyni