SKE Tónlist
Nýverið kíkti tónlistarmaðurinn og gárunginn Júníus Meyvant í hljóðver SKE (sjá hér fyrir ofan) en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni SKE Tónlist þar sem nýr tónlistarmaður lítur við í hljóðverið með reglulegu millibili og svarar nokkrum laufléttum spurningum.
Fóru viðmælendur um víðan völl en samtalið var að lokum klippt niður í rúmt fjögurra mínútna langt myndband. Að öllum líkindum mun síðari hluti viðtalsins birtast á SKE.is von bráðar.
Í viðtalinu segir Júníus meðal annars frá því þegar hann starfaði sem rútubílstjóri og leiðsögumaður fyrir hóp af eldri túristum og varð bremslulaus uppi á Stórhöfða:
„Ég þrumaði í mosann … fór út af … Það var alveg dauðaþögn. Ég hélt að allir væru dauðir.“
– Júníus Meyvant
Hér er svo hlekkur á viðtal SKE við Júníus Meyvant frá því í fyrra:
https://ske.is/grein/ske-vs-jun…
Einnig mælum við eindregið með tónleikum Júníusar á KEX Hostel árið 2014 – sem og allri tónlist hans yfir höfuð.