Fréttir
Í gær (11. ágúst) gaf íslenski tónlistarmaðurinn Seint (Joseph Cosmo) út myndband við lagið Ekki hringja í nótt (sjá hér að ofan).
Myndbandið var framleitt í fljótu bragði, eins og fram kom í samtali SKE við Seint í gær, en engu að síður kom útkoman skemmtilega á óvart:
„Myndbandið er mjög innblásið af Film Noir og Cyberpunk stefnunni. Ég og Dagný vinkona mín, sem leikur á móti mér í myndbandinu, lékum okkur mikið með tilfinininguna heitt/kalt og haltu mér/slepptu mér. Myndbandið hoppar á milli í tíma til þess að lýsa slíku ástarsambandi.“
– Seint
Seint bætti því svo við að flestir sem hafa upplifað þann eltingarleik sem stundum fylgi ástinni eigi að geta tengt við myndbandið.
Hér fyrir neðan geta áhugasamir lesið viðtal SKE við Seint frá því í byrjun árs 2019.
Nánar: https://ske.is/grein/list-pynting-ef-fegurd-er-pina-seint-gefur-ut-we-already-know-vidtal