Sálfræðingurinn Carl Jung uppgötvaði lögmálið Enantiodromia, sem segir að ofgnótt tiltekins afls leiðir óhjákvæmilega til andstæðu þess.
Hugtakið á vel við jólagjöf vefsíðunnar Mashable í ár, þar sem grínmyndin Elf
(2003) hefur verið endurklippt til þess að líta út fyrir að vera hrollvekja (sjá stiklu hér fyrir ofan); í stað þess að vera áhyggjulaus álfur frá norðurpólnum sem heldur til New York í leit að föður sínum, er karakterinn Buddy (leikinn af Will Ferrell) látinn líta út fyrir að vera hættulegur og illkvittinn.
Allar grínmyndir verða, fyrr eða síðar, að hrollvekjum. Og öfugt.