Auglýsing

Elli Grill gefur út sína fyrstu sólóplötu: Þykk Fitan Vol. 5

Íslenskt

Í dag (2. júní) sendi rapparinn Elli Grill frá sér hljóðversplötuna Þykk Fitan Vol. 5 á Spotify. Platan inniheldur 12 lög og þar á meðal lagið Skidagrimu Tommi  en myndband við lagið kom út síðastliðinn 23. maí (sjá neðst). Platan var tekin upp í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem Elli Grill dvaldi um skeið, nánar tiltekið í borginni Memphis í Tennessee. Platan skartar góðum gestum á borð við Alviu, Prins Puffin, Kött Grá Pje og Úlf Úlf.

Þess má einnig geta að Elli Grill var gestur útvarpsþáttarins Kronik þegar þátturinn var útvarpaður beint frá tónlistarhátíðinni Sónar í Hörpunni fyrr á árinu. Í viðtali við Róbert Aron, sem sjá má hér fyrir neðan, segist Elli Grill telja það líklegt að platan muni vera gefin út 11. mars – en augljóslega var einhver smá seinkun þar á (sjá hér fyrir neðan). 

Á morgun (laugardaginn 3. júní) fagnar Elli Grill svo útgáfu plötunnar með svokölluðu hlustunarpartíi í Lucky Records. Lagið Skíðagrímu Tommi verður til sölu á 7“ vínyl í takmörkuðu upplagi og ásamt því að spila nýju plötuna fyrir gesti ætlar Elli Grill einnig að grípa í mækinn. Ölgerðin býður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir.

Nánar: https://www.facebook.com/event…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing