Kronik
Síðastliðið laugardagskvöld (3. júní) for 26. þáttur útvarpsþáttarins Kronik í loftið. Mikill gestagangur var í hljóðverinu: Huginn, Aron Mola, Cheddy Carter, Ágúst Bent og Elli Grill (ásamt nokkrum meðlimum SOR) kíktu við í þáttinn en hinn síðastnefndi ræddi meðal annars útgáfu plötunnar Þykk Fitan Vol. 5 við Robba Kronik (sjá hér fyrir ofan). Því miður var Elli Grill nýbúinn að missa röddina og gat því ekki flutt efni af plötunni í beinni en rappaði hann þó við lagið Múffan (Olían) fyrir framan myndavélina af mikilli innlifun (sjá lok myndbandsins).
Ein og áður hefur komið fram á SKE þá sendi Elli Grill frá sér hljóðversplötuna
Þykk Fitan Vol. 5 á Spotify síðastliðinn 2. júní. Platan inniheldur 12 lög og þar á meðal lagið Skidagrimu Tommi en myndband við lagið kom út síðastliðinn 23. maí (sjá hér fyrir neðan). Platan var tekin upp í suðurríkjum Bandaríkjanna þar sem Elli Grill dvaldi um skeið, nánar tiltekið í borginni Memphis í Tennessee. Platan skartar góðum gestum á borð við Alviu, Prins Puffin, Kött Grá Pje og Úlf Úlf.
SKE mælir heilshugar með plötunni.