Auglýsing

Elon Musk gefur út rapplag tileinkað górillunni Harambe

Rétt eftir miðnætti í dag (1. apríl) deildi athafnamaðurinn Elon Musk—forstjóri Tesla—grein á Twitter-síðu sinni eftir blaðamanninn Daniel Kreps á Rolling Stone.

Umrædd grein fjallar um nýtt rapplag eftir Elon Musk sjálfan (sjá SoundCloud hlekk hér fyrir neðan) sem er tileinkað górillunni heitinni Harambe, sem var drepin árið 2016 í kjölfar þess að þriggja ára gamall drengur klifraði inn í górillubúrið í dýragarðinum í Cincinnatti. 

Lagið er gefið út undir formerkjum plötufyrirtækisins Emo G Records. 

RIP Harambe /
Sipping on some Bombay/
We on our way to heaven /
Amen, Amen / 

Nánar: https://www.rollingstone.com/music/music-news/elon-musk-rap-song-rip-harambe-815813/

Í ofangreindu tísti segir Musk: „Grein úr Onion verður að veruleika“ („Making The Onion articles real“) og vísar hann þar með í háðsádeilumiðilinn The Onion þar sem kómískar fyrirsagnir um falskar fréttir eru í fyrirrúmi. 

Nánar: https://www.theonion.com/

Tilvísun Musk þykir við hæfi þar sem margir hafa velt því fyrir sér hvort að lagið sé í raun aprílgabb, þar á meðal blaðamaður NME. Þá er einnig spurning hvort að lagið—sem og athyglin sem að fjölmiðlar hafa sýnt laginu—sé ádeila á fjölmiðlaumhverfið á 21. öldinni?  

Nánar: https://www.nme.com/news/music/april-fools-listen-elon-musks-auto-tuned-rap-homage-harambe-gorilla-2469662

Hátt í milljón manns hafa hlýtt á lagið frá því að það var gefið út um helgina.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing