Auglýsing

Eminem samplar eftirhermu sína: „Homicide“ feat. Logic—Pitchfork

Fréttir

Í dag (3. maí) gáfu bandarísku rappararnir Logic og Eminem út lagið Homicide (sjá hér að neðan). Lagið verður að finna á plötunni Confessions of a Dangerous Mind sem Logic hyggst gefa út „á næstunni,“ þ.e.a.s. ef eitthvað er að marka tilkynningu frá rapparanum í mars. Frá þessu greinir Pitchfork.

Nánar: https://pitchfork.com/news/logic-and-eminem-announce-new-song-homicide/

Athygli vekur að Homicide geymir sampl frá grínistanum Chris D’elia sem gerði grín að Eminem í kjölfar útgáfu plötunnar Kamikaze í fyrra (sjá hér að neðan). Samplið hefst ca. 03:19. 

Þá birti D’elia einnig neðangreint myndband í byrjun 2018 þar sem hann virðist stæla framkomu Eminem í hinum svokallaða BET Cypher árið 2017 (sjá neðst). Eminem var hæstánægður með myndbandið og deildi því á Twitter: „Í augnablik var ég sannfærður um að þetta væri ég,“ ritaði rapparinn.

Nánar: https://pitchfork.com/news/eminem-praises-comedian-chris-delias-impression-i-actually-thought-it-was-me/

Hér er svo tíst frá Chris D’elia frá því í gær þar sem hann tjáir ánægju sína með lagið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing