Auglýsing

Endurminningar Prince væntanlegar í haust: „The Beautiful Ones“

Á meðan hann lifði sagði írski rithöfundurinn Oscar Wilde að fyrirbærið ævisaga ljáði tilhugsuninni um dauðann enn meiri skelfingu. Ein hugsanleg leið til þess að draga úr skelfingunni, að mati undirritaðs, er að rita sjálfsævisögu—og reyna þar með að hafa taumhald á frásögninni. 

Ekki er vitað hvort að bandaríski tónlistarmaðurinn Prince heitinn hafi verið í þesskonar hugleiðingum er hann hófst handa við að rita eigin ævisögu, nokkrum vikum áður en hann andaðist (Prince lést fyrir rúmum tveimur árum síðan, þann 16. apríl 2016).  

Eins og fram kemur á vefsíðu tímaritsins Rolling Stone verða æviminningar Prince gefnar út næstkomandi 29. október. Um er að ræða óklárað handrit.

Nánar: https://www.rollingstone.com/music/music-news/prince-memoir-the-beautiful-ones-825320/

Bókin ber titilinn The Beautiful Ones og segir hún frá því hvernig hinn ungi Prince Roger Nelson frá Minneapolis, Minnesota varð að alþjóðlegri stórstjörnunni Prince. Sjaldgæfar ljósmyndir, úrklippubók og textar fylgja einnig handritinu (lesendur geta meðal annars glöggvað sig á upprunalegri útgáfu lagsins Purple Rain). Formála bókarinnar ritar Dan Piepenbring hjá New Yorker. Bókin er 288 blaðsíður í heild. 

Bókin heitir í höfuðið á samnefndu lagi sem hljómar í kvikmyndinni Purple Rain frá árinu 1984 (sjá hér að neðan). Prince fór með aðalhlutverk myndarinnar.

Orð: RTH

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing